1
2======================================================================
3Lesefni LibreOffice 7.2
4======================================================================
5
6
7Til að sjá allra nýjustu uppfærslur við þetta skjal, er hægt að skoða https://git.libreoffice.org/core/tree/master/README.md
8
9Þetta skjal inniheldur mikilvægar upplýsingar um LibreOffice hugbúnaðinn. Endilega lestu þær gaumgæfilega áður en þú byrjar að vinna með hann.
10
11LibreOffice samfélagið er ábyrgt fyrir þróun þessa hugbúnaðar, við bjóðum þér að taka þátt í þessu með okkur - ef þú hefur áhuga. Sértu alveg nýr notandi geturðu heimsótt LibreOffice vefinn, þar geturðu fundið mikið af upplýsingum um LibreOffice verkefnið og samfélagið í kringum það. Farðu á https://www.libreoffice.org/.
12
13Er LibreOffice í alvörunni ókeypis fyrir alla?
14----------------------------------------------------------------------
15
16LibreOffice er frjáls hverjum sem er til notkunar, án endurgjalds. Þú mátt taka þetta eintak af LibreOffice og setja upp á eins mörgum tölvum og þú vilt, nota í hvaða tilgangi sem þér dettur í hug (þar með talin viðskipti, ríkisrekstur, almenningsafnot og notkun í skólum). Til að skoða ítarlegri atriði í þessu sambandi má lesa texta notendaleyfisins sem fylgdi LibreOffice pakkanum.
17
18Hversvegna er LibreOffice ókeypis fyrir alla?
19----------------------------------------------------------------------
20
21Þú getur í dag notað þetta eintak af LibreOffice án nokkurs endurgjalds vegna þess að einstaklingar og fyrirtæki hafa hannað, þróað, prófað, þýtt, skrifað um, stutt við, kynnt og hjálpað til við á marga vegu við að gera LibreOffice að því sem það er í dag - fremsta opna skrifstofuhugbúnaðnum.
22
23Ef þú kannt að meta þessa vinnu og vilt tryggja að LibreOffice haldi áfram að vera fáanlegt í framtíðinni, endilega íhugaðu að taka þátt og gefa af þér til verkefnisins - skoðaðu til dæmis https://www.documentfoundation.org/contribution/ fyrir nánari upplýsingar. Allir geta gefið eitthvað í púkkið.
24
25----------------------------------------------------------------------
26Athugasemdir um uppsetningu
27----------------------------------------------------------------------
28
29LibreOffice þarfnast nýlegrar útgáfu af Java keyrsluumhverfinu (JRE) til að ná öllum eiginleikum kerfisins. JRE er ekki hluti af LibreOffice uppsetningarpakkanum, heldur þarf að setja það upp sérstaklega.
30
31Kerfiskröfur
32----------------------------------------------------------------------
33
34Að öllu jöfnu er mælt með því að þú setjir LibreOffice upp með þeim uppsetningaraðferðum sem Linux dreifingin þín mælir með (svo sem Ubuntu/Synaptics hugbúnaðarstjóranum eða 'Ubuntu forrit', svo dæmi sé tekið um Ubuntu Linux). Það er af þeirri einföldu ástæðu að þannig er hægt að setja upp útgáfur af hugbúnaði sem hefur verið prófaður og aðlagaður kerfinu þínu. Hugsanlega er LibreOffice nú þegar sett upp á tölvunni þinni, frá því að Linux stýrikerfið þitt var upphaflega sett upp á hana.
35
36Þetta "sjálfstæða" LibreOffice uppsetningaforrit er gert fyrir notendur sem vilja sjá prufuútgáfur, eða hafa sérþarfir eða önnur óvenjuleg tilfelli.
37
38* Linux-kjarni útgáfa 3.10 eða nýrri;
39* glibc2 útgáfa 2.17 eða nýrri;
40* FreeType útgáfa 2.8.0 eða nýrri;
41* GTK útgáfa 3.20 eða nýrri;
42* Gnome 3.18 eða nýrra, með at-spi2 1.32 pakkanum (nauðsynlegur fyrir stuðning við altækan aðgang [AT] ), eða annað sambærilegt myndrænt skjáborðsumhverfi (eins og t.d. KDE, ásamt fleiru slíku).
43
44Til er mikið úrval Linux dreifinga, jafnvel með mörgum mismunandi útfærslum á uppsetningu (KDE eða Gnome, o.s.frv.) frá sama Linux dreifingaraðilanum. Sumar dreifingar koma með þeirra eigin “innbyggðu”útgáfu LibreOffice sem gætu haft einhverja aðra eiginleika en þessi "upprunalega" útgáfa af LibreOffice frá þróunarsamfélaginu. Í mörgum tilfellum er hægt að setja samfélagsútgáfu LibreOffice upp við hlið innbyggðrar útgáfu. Hins vegar gætirðu viljað fjarlægja “innbyggðu”útgáfuna áður en þú setur upp þessa útgáfu. Til að fjarlægja útgáfuna sem fyrir er ættirðu að fara eftir þeim leiðbeiningum sem tilheyra Linux dreifingunni þinni.
45
46Það er yfirleitt mælt með því að þú takir öryggisafrit af kerfinu þínu og öllum gögnum áður en þú setur upp eða fjarlægir hugbúnað.
47
48Gakktu úr skugga um að þú hafir nægilegt laust pláss í bráðabirgðamöppu kerfisins og að les-, skrif- og keyrsluréttindi hafi verið veitt. Lokaðu öllum öðrum forritum áður en uppsetningaferlið er ræst.
49
50Uppsetning LibreOffice á Linux dreifingar sem byggjast á Debian/Ubuntu
51----------------------------------------------------------------------
52
53Til að sjá leiðbeiningar um hvernig setja eigi upp tungumálapakka (eftir að hafa sett upp ensku (US English) útgáfuna af LibreOffice), lestu þá greinina hér fyrir neðan sem heitir Uppsetning tungumálapakka.
54
55Þegar þú afpakkar safnskránni sem þú náðir í, ættirðu að sjá að innihaldinu hefur verið afþjappað í undirmöppu. Opnaðu skráastjóraglugga og farðu inn í þessa möppu, heiti hennar ætti að byrja á "LibreOffice_" að viðbættum upplýsingum um útgáfu og stýrikerfi.
56
57Mappan inniheldur undirmöppu sem kallast "DEBS". Farðu inn í "DEBS" möppuna.
58
59Hægrismelltu innan í möppunni og veldu "Opna í skjáhermi". Skjáhermir getur einnig veriðkallaður "Útstöð" eða "Skel". Í glugganum sem opnast er svokölluð skipanalína, á hana skrifarðu eftirfarandi skipun (þú verður spurð/ur um rótarlykilorðið áður en skipunin er framkvæmd):
60
61Eftirfarandi skipanir munu setja inn LibreOffice og tengda skjáborðsaðgerðapakka (þú ættir kannski að afrita og líma þær inn í skjáhermiforrit fremur en að hamra þær inn):
62
63sudo dpkg -i *.deb
64
65Uppsetningarferlinu er núna lokið og þú ættir að sjá táknmyndir fyrir öll LibreOffice forritin undir valmyndinni Forrit/Skrifstofuforrit (Applications/Office).
66
67Uppsetning LibreOffice á Fedora, Suse, Mandriva og öðrum Linux dreifingum sem nota RPM pakka
68----------------------------------------------------------------------
69
70Til að sjá leiðbeiningar um hvernig setja eigi upp tungumálapakka (eftir að hafa sett upp ensku (US English) útgáfuna af LibreOffice), lestu þá greinina hér fyrir neðan sem heitir Uppsetning tungumálapakka.
71
72Þegar þú afþjappar safnskránni sem þú náðir í, muntu sjá að innihaldinu hefur verið afþjappað í undirmöppu. Opnaðu skráastjóraglugga og skiptu inn í þessa möppu, heiti hennar byrjar á "LibreOffice_" að viðbættum upplýsingum um útgáfu og stýrikerfi.
73
74Þessi mappa inniheldur undirmöppu sem kallast "RPMS". Skiptu um staðsetningu og farðu inn í þessa "RPMS" möppu.
75
76Hægrismelltu innan í möppunni og veldu "Opna í skjáhermi". Skjáhermir getur einnig veriðkallaður "Útstöð" eða "Skel". Í glugganum sem opnast er svokölluð skipanalína, á hana skrifarðu eftirfarandi skipun (þú verður spurð/ur um rótarlykilorðið áður en skipunin er framkvæmd):
77
78Á kerfum sem byggjast á Fedora: sudo dnf install *.rpm
79
80Á kerfum sem byggjast á Mandriva: sudo urpmi *.rpm
81
82Á kerfum sem byggjast á RPM pakkakerfinu (OpenSUSE, o.s.frv.): rpm -Uvh *.rpm
83
84Uppsetningarferlinu er núna lokið og þú ættir að sjá táknmyndir fyrir öll LibreOffice forritin undir valmyndinni Forrit/Skrifstofuforrit (Applications/Office).
85
86Einnig geturðu notað 'install' skriftuna, sem staðsett er í rót þessarar safnskrár, til að framkvæma uppsetningu sem venjulegur notandi / user. Skriftan setur upp LibreOffice þannig að uppsetningin hefur sitt eigið notandasnið, aðskilið frá venjulega LibreOffice sniðinu.Athugaðu að þetta mun ekki setja upp kerfisaðlögunarhluta á borð við færslur í skjáborðsvalmynd eða skráavensl við MIME tegundir.
87
88Athugasemdir varðandi samhæfingu við skjáborðsumhverfi (Desktop Integration) í Linux-dreifingum sem ekki koma fram í upplýsingunum hér að ofan
89----------------------------------------------------------------------
90
91Það ætti að vera tiltölulega einfalt að setja LibreOffice upp á aðrar Linux dreifingar en þær sem lýst er í þessum leiðbeiningum. Helsti munurinn ætti að vera að hve miklu leyti samþætting í viðkomandi skjáborðsumhverfi gengur fyrir sig.
92
93Mappan RPMS (eða DEBS) inniheldur einnig pakka sem kallast libreoffice7.2-freedesktop-menus-7.2.0.1-1.noarch.rpm (eða libreoffice7.2-debian-menus_7.2.0.1-1_all.deb, eða álíka). Þetta er uppsetningarpakki fyrir allar þær Linux dreifingar sem styðja Freedesktop.org skilgreiningar/staðla (https://en.wikipedia.org/wiki/Freedesktop.org), og er þessi pakki notaður til uppsetningar á þeim Linux dreifingum sem ekki er minnst á í leiðbeiningunum hér að ofan.
94
95Uppsetning tungumálapakka
96----------------------------------------------------------------------
97
98Náðu í tungumálapakkann sem tilheyrir tungumálinu og stýrikerfinu þínu. Þessir pakkar eru tiltækir á sama niðurhalssvæði og aðaluppsetningarskrain. Með Nautilus skráastjóranum geturðu afþjappað safnskrárpakkanum (sem þú náðir í) í einhverja möppu (til dæmis á skjáborðið). Gakktu úr skugga um að þú sért búin/n að loka öllum forritum sem tengjast LibreOffice (þar með talið flýtiræsingunni, QuickStarter).
99
100Skiptu um staðsetningu yfir í möppuna þar sem þú afþjappaðir tungumálapakkanum.
101
102Skiptu núna yfir í möppuna sem búin var til við afþjöppunina. Til dæmis, fyrir íslenskan tungumálapakka fyrir 32-bita stýrikerfi sem byggt er á Debian/Ubuntu, væri heiti möppunnar LibreOffice, plús upplýsingar um útgáfu, plús Linux_x86_langpack-deb_is.
103
104Skiptu síðan yfir í möppuna sem inniheldur sjálfa uppsetningarpakkana. Á kerfum sem byggð eru á Debian/Ubuntu kallast sú mappa "DEBS". Á kerfum sem byggjast á Fedora, Suse eða Mandriva heitir þessi mappa "RPMS".
105
106Í Nautilus skráastjóranum getur þú hægrismellt innan í möppunni og valið "Opna í skjáhermi". Skjáhermir getur einnig veriðkallaður "Útstöð" eða "Skel". Í glugganum sem opnast er svokölluð skipanalína, á hana skrifarðu eftirfarandi skipun (þú verður spurð/ur um rótarlykilorðið áður en skipunin er framkvæmd):
107
108Á kerfum sem byggjast á Debian/Ubuntu: sudo dpkg -i *.deb
109
110Á kerfum sem byggjast á Fedora: su -c 'dnf install *.rpm'
111
112Á kerfum sem byggjast á Mandriva: sudo urpmi *.rpm
113
114Á kerfum sem byggjast á RPM pakkakerfinu (OpenSUSE, o.s.frv.): rpm -Uvh *.rpm
115
116Ræstu núna eitthvert af LibreOffice forritunum -til dæmis Writer. Farðu í valmyndina "Verkfæri" og veldu "Valkostir". Í stillingaglugganum sem þá opnast, veldu "Tungumálastillingar" og smelltu síðan á "Tungumál". Veldu úr tungumálið sem þú varst að setja upp úr fellilistanum "Notendaviðmót". Ef þér sýnist svo geturðu gert hið sama fyrir stillingarnar "Staðfærsla", "Sjálfgefinn gjaldmiðill" og "Sjálfgefið tungumál fyrir skjöl".
117
118Eftir að hafa stillt þetta, smelltu á "Í lagi". Stillingaglugginn mun lokast og þú færð að sjá skilaboð um að breytingarnar þínar verði ekki virkar eftir að þú hefur lokað öllum LibreOffice forritum og ræst síðpan aftur (muna að loka líka flýtiræsingunni QuickStarter ef hún er í gangi).
119
120Næst þegar þú ræsir LibreOffice mun viðmót þess vera á tungumálinu sem þú varst að setja upp.
121
122----------------------------------------------------------------------
123Vandamál við ræsingu forrits
124----------------------------------------------------------------------
125
126Erfiðleikar við ræsingu LibreOffice (t.d. forritin hanga) auk vandamála varðandi skjáhegðun, er oftast hægt að rekja til skjákortsrekilsins. Ef slík vandamál koma upp, reyndu að uppfæra skjákortsrekilinn eða jafnvel nota þann sem kom með tölvunni. Erfiðleikar við birtingu 3D hluta er oft hægt að leysa með því að afvirkja möguleikann "Nota OpenGL" undir 'Verkfæri - Valkostir - LibreOffice - Skoðun - 3D sýn'.
127
128----------------------------------------------------------------------
129Flýtilyklar
130----------------------------------------------------------------------
131
132Einungis flýtilyklar (lyklasamsetningar) sem ekki eru í notkun af stýrikerfinu geta verið notaðir í LibreOffice. Ef lyklasamsetning í LibreOffice virkar ekki eins og lýst er í LibreOffice hjálpinni, athugaðu hvort sá flýtilykill sé þegar í notkun af stýrikerfinu. Til að laga slíka árekstra er venjulega hægt að breyta þeim lyklum sem stýrikerfið notar. Hitt er líka mögulegt, þú getur breytt næstum öllum lyklasamsetningum í LibreOffice. Til að skoða nánari upplýsingar um þetta er best að lesa LibreOffice hjálpina eða hjálparskjöl stýrikerfisins.
133
134----------------------------------------------------------------------
135Skráalæsing
136----------------------------------------------------------------------
137
138Í sjálfgefnum stillingum LibreOffice er skráalæsing virk. Á neti sem notar Network File System protocol (NFS), verður læsingarpúki (daemon) fyrir NFS biðlara að vera virkur. Til að afvirkja skráalæsingu, verðurðu að breyta soffice skriftunni og breyta línunni "export SAL_ENABLE_FILE_LOCKING" yfir í"# export SAL_ENABLE_FILE_LOCKING". Ef þú afvirkjar skráalæsingu, verður skrifaðgangur ekki takmarkaður á fyrsta notandann sem opnar skjalið.
139
140----------------------------------------------------------------------
141Myndbirtingarafköst
142----------------------------------------------------------------------
143
144Sjálfgefið er að, LibreOffice taki fallega áferð fram yfir hraða. Ef þér finnst skjábirtingin vera allt of hægfara, gætiðu farið í 'Verkfæri - Valkostir - LibreOffice - Skoðun - Nota afstöllun á letur' og gert það óvirkt.
145
146----------------------------------------------------------------------
147Mikilvægar athugasemdir varðandi aðgangsmál
148----------------------------------------------------------------------
149
150Fyrir upplýsingar um aðgengismál í LibreOffice, skoðaðu https://www.libreoffice.org/accessibility/
151
152----------------------------------------------------------------------
153Stuðningur notenda
154----------------------------------------------------------------------
155
156Aðal stuðningssíðan býður upp á margvíslega hjálp varðandi LibreOffice. Hugsanlegt er að spurningunni þinni hafi þegar verið svarað - skoðaðu það á samfélagssvæðinu (Community Forum): https://www.documentfoundation.org/nabble/ eða skoðaðu póstlistayfirlitin fyrir 'users@libreoffice.org' póstlistann hérna: https://www.libreoffice.org/lists/users/. . Einnig gætirðu sent in spurningar á users@libreoffice.org. Ef þú hefur áhuga geturðu gerst áskrifandi að póstlistanum (færð svör í tölvupósti) sendu þá auðan póst á: users+subscribe@libreoffice.org.
157
158Skoðaðu líka algengar spurningar (FAQ) á vefsvæði LibreOffice.
159
160----------------------------------------------------------------------
161Tilkynna villur og vandamál
162----------------------------------------------------------------------
163
164Kerfið sem við notum fyrir villuskýrslur, eftirfylgni og lausn á göllum er þessa stundina BugZilla, sem er hýst hjá https://bugs.documentfoundation.org/. Við hvetjum alla notendur til að finnast þeir velkomnir við að tilkynna um hverskyns villur og galla sem fundist gætu við notkun. Virkt flæði tilkynninga um það sem betur mætti fara er eitt mikilvægasta framlagið sem notendur geta gefið af sér til áframhaldandi þróunar og bætingar á LibreOffice hugbúnaðinum.
165
166----------------------------------------------------------------------
167Taka þátt
168----------------------------------------------------------------------
169
170LibreOffice samfélagið myndi hafa mikinn hag af virkri þátttöku þinni í þróun þessa mikilvæga opna hugbúnaðarverkefnis.
171
172Sem notandi ertu nú þegar orðin/n mikilvægur hluti í þróunarferli hugbúnaðarins, við viljum hvetja þig til að taka enn virkari þátt í samfélaginu Endilega skráðu þig og skoðaðu vefsvæði LibreOffice þar sem fram kemur hvernig þú getur komið að enn meira gagni.
173
174Leiðir til að byrja
175----------------------------------------------------------------------
176
177Besta leiðin til að taka þátt er að gerast áskrifandi að einum eða fleiri póstlistum, fylgjast með því sem fram fer um stund auk þess að fletta í eldri pósti til að kynnast því sem áður hefur farið fram á listunum síðan grunnkóðiLibreOffice var gefinn frjáls í október árið 2000 Þegar þér finnst tími til kominn, er gott að senda fyrst dálítinn kynningarpóst um sjálfa/n.þig og hoppa síðan í djúpu laugina Ef þú ert þegar búin/n að kynna þér út á hvað opinn og frjáls hugbúnaður gengur (Open Source Projects), skoðaðu þá verkefnalista LibreOffice (To-Dos) og athugaðu hvort þar er eitthvað sem þú gætir hjálpað til við að framkvæma.
178
179Gerast áskrifandi
180----------------------------------------------------------------------
181
182Hér eru nokkrir af póstlistum verkefnisins sem þú getur gerst áskrifandi að á https://www.libreoffice.org/get-help/mailing-lists/
183
184* Fréttir: announce@documentfoundation.org *mælt með þessu fyrir alla notendur* (lítil umferð)
185* Aðalpóstlisti fyrir notendur: users@global.libreoffice.org *góð leið til að hlera umræður* (mikil umferð)
186* Markaðssetning: marketing@global.libreoffice.org *kynningarmál og margt fleira* (umferð að aukast)
187* Almennur listi fyrir hugbúnaðarþróun: libreoffice@lists.freedesktop.org (mikil umferð)
188
189Taka þátt í einu eða fleiri verkefnum
190----------------------------------------------------------------------
191
192Þú getur gert heilmargt fyrir þetta mikilvæga opna hugbúnaðarverkefni jafnvel þó þú sért ekki með neina reynslu af forritun eða hugbúnaðarhönnun. Já, þú getur verið með!
193
194Við vonumst til að þú njótir þess að vinna með nýja LibreOffice 7.2 og munir ganga til liðs við okkur á netinu.
195
196LibreOffice samfélagið
197
198----------------------------------------------------------------------
199Notaður / breyttur grunnkóði
200----------------------------------------------------------------------
201
202Höfundarréttur að hluta til: 1998, 1999 James Clark. Höfundarréttur að hluta til: 1996, 1998 Netscape Communications Corporation.